Druslur sameinast á Sauðárkróki

Druslugangan verður haldin í annað sinn á Sauðárkróki um helgina.
Druslugangan verður haldin í annað sinn á Sauðárkróki um helgina. Ljósmynd/Aðsend

„Fjöru­tíu pró­sent kvenna eru beitt­ar of­beldi á Íslandi og þess vegna þurf­um við Druslu­göng­una,“ seg­ir Tanja Ísfjörð, einn skipu­leggj­enda Druslu­göng­unn­ar á Sauðár­króki sem hald­in verður í annað sinn á laug­ar­dag­inn. Druslu­gang­an fer einnig fram í Reykja­vík um helg­ina, en þar verður hún geng­in í 13. skipti. 

Þolend­ur fái að upp­lifa virðingu og skiln­ing

Að sögn Tönju er til­gang­ur Druslu­göng­unn­ar að sam­eina þolend­ur kyn­ferðisof­beld­is og að gefa þeim pláss.

„Við vilj­um skapa þolenda­vænt rými þar sem hægt er að skila skömm­inni. Auk þess vilj­um við leyfa þolend­um að upp­lifa virðingu og skiln­ing, að þeir sjái að þeim sé trúað og að það fari ekki á milli mála að und­ir eng­um kring­um­stæðum sé í lagi að druslu­skamma.“

„Druslu­skömmuð frá því ég var 14 ára“

Á laug­ar­dag­inn stend­ur Tanja fyr­ir Druslu­göng­unni á Sauðár­króki í annað sinn, en málstaður göng­unn­ar hef­ur henni lengi verið mjög hug­leik­inn. 

„Ég er sjálf þolandi kyn­ferðisof­beld­is og hef verið druslu­skömmuð frá því ég var 14 ára, löngu áður en ég var far­in að pæla í strák­um,“ seg­ir Tanja.

Tanja Ísfjörð segir Druslugönguna á Sauðárkróki í fyrra vera eitt …
Tanja Ísfjörð seg­ir Druslu­göng­una á Sauðár­króki í fyrra vera eitt mest vald­efl­andi augna­blik lífs síns. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég var lögð i kyn­ferðis­legt einelti af því að ég fékk brjóst og rass mjög ung og frá því þróaðist ein­hver druslu­stimp­ill á mig sem var erfitt að losna við. Þegar ég kærði síðan kyn­ferðisof­beldið sem ég varð fyr­ir var þessi gamli stimp­ill notaður gegn mér.

Í kjöl­far þess að brotið var á mér ákvað ég að ég myndi gera allt sem mínu valdi stæði til að aðrir þolend­ur þyrftu ekki að upp­lifa þann hryll­ing sem ég upp­lifði“, seg­ir Tanja.

Hún seg­ist hafa helgað lífi sínu bar­átt­unni all­ar göt­ur síðan, en hún átti frum­kvæði að Druslu­göng­unni á Sauðár­króki sem geng­in var í fyrsta sinn síðasta sum­ar. 

Kærði lög­reglu­mann fyr­ir kyn­ferðis­brot

„Ég kærði lög­reglu­mann á Sauðár­króki fyr­ir kyn­ferðis­brot og varð í kjöl­farið fyr­ir mik­illi út­skúf­un, druslu­skömm­un og viðbjóði,“ seg­ir Tanja. 

„Ég hef í lang­an tíma upp­lifað höfn­un og þurft að heyra ljót­ar sög­ur um sjálfa mig. Eft­ir að ég heyrði að fleiri þolend­ur á Sauðár­króki hefðu upp­lifað slíkt hið sama ákvað ég að nú væri komið nóg af gerendameðvirkni og þögg­un.“

Tanja sat ekki aðgerðalaus og efndi til fyrstu Druslu­göngu Sauðár­króks í fyrra, en með göng­unni vildi Tanja skila sinni skömm­inni. Hún seg­ir það hafa verið vald­efl­andi en erfitt. 

„Þetta var mjög vald­efl­andi. Ég hafði reynt að halda and­liti all­an dag­inn en þegar Hulda [Hulda Hrund Guðrún­ar Sig­munds­dótt­ir, stjórn­ar­kona í Öfgum og aðgerðasinni] stoppaði og fékk alla göng­una til að hrópa „áfram Tanja” þá missti ég það. Öll gang­an tók und­ir með henni og ég held þetta hafi verið eitt mest vald­efl­andi augna­blik sem ég hef upp­lifað fyr­ir utan fæðingu barn­anna minna.

Mér hef­ur ekki fund­ist ég vera samþykkt á Sauðár­króki síðan ég varð fyr­ir út­skúf­un­inni, en þarna fannst mér ég aft­ur mega taka pláss í sam­fé­lag­inu sem ég hef verið hluti af síðan ég var 10 ára göm­ul," seg­ir Tanja sem er þakk­lát fyr­ir þann stuðning sem hún hef­ur upp­lifað í kjöl­far fram­taks­ins. 

Ekki öll á sama máli

Þrátt fyr­ir stuðning margra inn­an bæj­ar­fé­lags­ins seg­ir Tanja göng­una þó hafa orkað tví­mæl­is. Þá séu sum­ir íbú­ar spennt­ir fyr­ir göng­unni á meðan aðrir neiti al­farið að taka þátt. 

Úr göngunni á Sauðárkróki í fyrra.
Úr göng­unni á Sauðár­króki í fyrra. mbl.is/​Björn Jó­hann

„Það er sorg­legt því það er svo mik­il­vægt að Sauðkræk­ing­ar taki sam­an hönd­um og standi með þolend­um í ljósi þess hversu marg­ir þolend­ur frá Sauðár­króki stigið fram. Það er samt gleðilegt að sjá hvað mörg fyr­ir­tæki þorðu að taka af skarið og styðja okk­ur op­in­ber­lega. Ein­hverstaðar þarf að byrja og eft­ir það fer bolt­inn að rúlla,“ seg­ir Tanja.

Hvar og hvenær verður gengið?

Druslu­gang­an á Sauðár­króki hefst klukk­an 13:00 laug­ar­dag­inn 22.júlí á bíla­stæðinu við Árskóla og verður gengið af stað klukk­an 13:30 að baka­rí­inu þar sem ræðuhöld taka við. 

Í Reykja­vík verður lagt af stað í Druslu­göng­una klukk­an 14:00 frá Hall­gríms­kirkju. Þaðan verður gengið niður á Aust­ur­völl þar sem efnt verður til sam­stöðufund­ar með ræðuhöld­um og tón­listar­flutn­ingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert