Glóandi hraunbreiðan er mikilfengleg við gosstöðvarnar við Litla-Hrút

Hraunið er tekið að streyma aftur um farveginn sem það …
Hraunið er tekið að streyma aftur um farveginn sem það rann um fyrir fall gígbarmsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ný útsýnisþyrla Norðurflugs flaug í gær yfir hraunbreiðuna sem myndaðist eftir að barmur gígsins brast í upphafi vikunnar.

Mikil hrauntjörn myndaðist í kjölfarið en hraunið er þó tekið að streyma aftur um farveginn sem það rann um fyrir fall gígbarmsins.

Uggandi minjaverðir

Opnað var fyrir umferð um Vigdísarvallaleið í gær, en leiðin er erfið yfirferðar og lítið um bílastæði.

Minjaverðir eru uggandi yfir áformum um bílastæði og standa nú í ströngu við að skrásetja og varðveita minjar í grennd við gosstöðvarnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert