Jörð skelfur enn við Skjaldbreið

Skjaldbreiður er í bakgrunni en skjálftarnir hafa mælst flestir við …
Skjaldbreiður er í bakgrunni en skjálftarnir hafa mælst flestir við Skriðu sem er suðaustur af dyngjunni. mbl.is/Árni Sæberg

Um 150 skjálftar hafa mælst í smáskjálftahrinu við Skriðu, suðaustur af Skjaldbreið. Hrinan hófst þann 15. júlí sl. og mældist stærsti skjálftinn 3 að stærð. 

Varð hann klukkan 15.24 í gær, fimmtudag. Nokkrir skjálftar yfir tveimur að stærð hafa orðið eftir það, sá stærsti 2,2 að stærð.

Reglulega hrinur á þessu svæði

Sérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands segir skjálftana hafa komið inn í allt kvöld og ekkert lát sé þar á.

Það sé þó ekkert víst að virknin haldi áfram, um þekkt skjálftasvæði sé að ræða og þar verði oft skjálftahrinur sem þessar. 

Skjálftarnir eru í eldstöðvarkerfi sem nefnist Vesturgosbeltið.

Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert