Myndskeið: „Gýs ennþá?“

Opnað var í dag fyrir gönguleið á gossvæðið í Meradölum frá Suðurstrandarvegi og var enginn skortur af ferðamönnum á svæðinu að vanda. 

mbl.is skellti sér á Keflavíkurflugvöll og að gosstöðvunum til þess að ræða við ævintýrasækna ferðamenn. 

Sumir höfðu ekki pantað ferð til landsins vegna gossins og vissu í raun ekki hvort það væri enn í gangi á meðan aðrir höfðu misst af síðasta gosi og ætluðu ekki að gera sömu mistök aftur. 

Þá virtust flestir telja gönguna lítið mál miðað við þann breiða aldurshóp sem mætti sjá á svæðinu þó væri mikilvægt að fara varlega. 

„Ég er til í að fara eins nálægt og yfirvöld segja að sé öruggur. Ég er ekki einhver sem vill fara ofan á gíginn og detta næstum ofan í," sagði einn ferðamaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert