Myndskeið: Mengunarský yfir borginni

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af menguninni frá eldgosinu við Litla-Hrút í dag. Þykkt ský liggur yfir borginni og er það vel greinilegt eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur frá sér til­kynn­ingu í há­deg­inu í dag um gos­móðu sem ligg­ur yfir höfuðborg­inni í bland við þoku­loft.

„Gos­móða get­ur or­sakað slen, höfuðverk, ert­ingu í aug­um og hálsi auk flensu­ein­kenna. Þeir sem eru viðkvæm­ir fyr­ir í önd­un­ar­fær­um, og börn ættu að forðast úti­vist í lengri tíma og tak­marka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæm­ir geta einnig fundið fyr­ir ein­kenn­um. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þess­ar aðstæður,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert