Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af menguninni frá eldgosinu við Litla-Hrút í dag. Þykkt ský liggur yfir borginni og er það vel greinilegt eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur frá sér tilkynningu í hádeginu í dag um gosmóðu sem liggur yfir höfuðborginni í bland við þokuloft.
„Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður,“ segir í tilkynningunni