Skjálftavirkni við Skjaldbreið heldur áfram

Skjaldbreiður - þekkt svæði skjálftavirkni.
Skjaldbreiður - þekkt svæði skjálftavirkni. mbl.is/RAX

Jarðvakt Veðurstofu Íslands segir um 200 skjálfta hafa mælst í nágrenni Skjaldbreiðar. Enginn þeirra hefur mælst stærri en sá sem varð í gær, en hann var af stærðinni 3.

Fékk Veðurstofan tilkynningar um að hann hafi fundist í Bláskógabyggð og á Laugarvatni.

Ekki hefur orðið vart neinna breytinga á eldgosinu við Litla-Hrút og heldur það áfram uppteknum hætti.

Veðurstofan segir erfitt að spá hvort skjálftahrinan við Skjaldbreið tengist eldsumbrotum á Reykjanesi. Hér sé um tvö ólík kerfi að ræða, þótt eitt taki sannarlega við af öðru.

Atburðirnir geta verið tengdir, en svo er líka mögulegt að þeir séu með öllu ótengdir. Skjálftahrinur séu algengar á svæðinu í nágrenni Langjökuls, óháð eldsumbrotum annars staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka