Uggandi yfir bílastæðum

Þór segir að skipuleggja þurfi málin frekar til þess að …
Þór segir að skipuleggja þurfi málin frekar til þess að forðast minjaskemmdir. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum aðallega áhyggjur af því að búið sé að opna Vigdísarvelli eða veginn að Vigdísarvöllum og þar eru náttúrulega minjar bæjarstæðis sem við höfum svolitlar áhyggjur af núna og menn frá okkur eru að fara til þess að skoða aðstæður og verja minjarnar þar bara fyrir ágangi ferðafólks.“

Þetta segir Þór Hjaltalín, minjavörður Suðurnesja, í samtali við Morgunblaðið um opnun Vigdísarvallaleiðarinnar í gær sem honum og samstarfsfólki hans líst ekki alls kostar á.

Kveður Þór það ekki heppilegt verði þar allt lagt undir eitt stórt bílastæði. Skipuleggja þurfi málin frekar til þess að forðast minjaskemmdir.

Friðlýstar fornleifar

Frá því gjósa tók á Reykjanesskaga á útmánuðum 2021 segir Þór átak hafa staðið yfir á svæðinu í skráningu menningarminja allt í kringum gosstöðvarnar.

„Við höfum verið að skrá þetta og fylgjast með hvar líklegt sé að hraunið flæði, ef það er í átt að Suðurstrandarvegi eru þar miklar minjar sem geta lent í hættu eins og útvegsminjar við Ísólfsskála og friðlýstar fornleifar á Selatöngum,“ útskýrir Þór.

Hafi hann áhyggjur af því að hraunrennsli leiti þangað og þurfi þá kannski að skrá minjarnar betur en þegar hefur verið gert.

„Þetta er nú mikið uppmælt en við höfum viljað ná drónamyndum og kannski grafa í sumt upp á aldur og annað svo heimildir séu ekki að fara til spillis,“ segir minjavörðurinn.

Hefðu viljað meiri gögn

Bætir hann því við að sel geti verið í hættu en viðrar einnig þær áhyggjur að fari hraunrennslið austar gæti það farið að Selatanga, einum mikilvægasta veiðiminjastað sem sögur fara af, en Selatangi er friðlýstur.

„Það er búið að mæla þetta allt upp en við hefðum viljað fá meiri gögn um hann skyldi hraunið renna í þá áttina,“ segir Þór.

Meira í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka