Druslur fjölmenntu á Austurvöll

Eitt af slagorðum Druslugöngunnar er: Við erum öll druslur.
Eitt af slagorðum Druslugöngunnar er: Við erum öll druslur. mbl.is/Óttar

Druslu­gang­an var geng­in í dag í Reykja­vík og hófst hún við Hall­gríms­kirkju. Þaðan var stefn­an tek­in á Aust­ur­völl þar sem göng­unni lauk með sam­stöðufundi, ræðum og lif­andi tón­listar­flutn­ingi.

Druslu­gang­an var fyrst hald­in fyr­ir tólf árum síðan.

Fjölmennt var á samstöðufundi á Austurvelli í dag.
Fjöl­mennt var á sam­stöðufundi á Aust­ur­velli í dag. mbl.is/Ó​ttar

Sýna sam­stöðu með þolend­um

Til­gang­ur hinn­ar ár­legu Druslu­göngu er að sýna sam­stöðu með þolend­um kyn­ferðisof­beldi í verki og mót­mæla kerf­is­lægu mis­rétti. Eitt af slag­orðum göng­unn­ar er : Við erum öll drusl­ur. 

Á meðal ræðuhald­ara á Aust­ur­velli var Za­hra Hussain, femín­ísk­ur sjálfs­varn­arþjálf­ari, og full­trú­ar femín­ísku fé­laga­sam­tak­anna Öfga sem bar­ist hafa gegn kyn­bundnu of­beldi.

Þá fluttu ungu og efni­legu tón­list­ar­kon­urn­ar Silja Rós og Lúpína meðal ann­ars atriði.

Drusl­ur á Sauðar­króki sam­einuðust einnig í sam­stöðugöngu gegn kyn­bundnu of­beldi í dag.

Með göngunni er þolendum kynferðisofbeldis sýnd samstaða í verki.
Með göng­unni er þolend­um kyn­ferðisof­beld­is sýnd samstaða í verki. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert