Gosið mallar og mallar

Nóttin var tíðindalítil hvað varðar eldvirkni í eldgosinu við Litla-Hrút.
Nóttin var tíðindalítil hvað varðar eldvirkni í eldgosinu við Litla-Hrút. mbl.is/Árni Sæberg

Eldgosið við Litla-Hrút hefur lítið breyst frá því í gærkvöldi út frá bæjardyrum Veðurstofu Íslands séð. 

„Óróinn er mjög stöðugur, miðað við það hefur þetta bara mallað sinn gang,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar í samtali við mbl.is í morgun.

Gömul gasmengun frá eldgosinu hefur hrellt fólk á suðvesturhorni landsins og er óvíst hvenær ástandið lagist.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert