Hinsta förin frá Hallgrímskirkju

Félagar í Slepni MC og vinaklúbbum fylgdu Jóni Blæ Jónssyni …
Félagar í Slepni MC og vinaklúbbum fylgdu Jóni Blæ Jónssyni Knudsen frá Hallgrímskirkju. mbl.is/Hákon

Útför Jóns Blæs Jónssonar Knudsen, Jónba, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær.

Félagar hans í mótorhjólaklúbbnum Sleipnir MC, og félagar úr vinaklúbbum Sleipnis, fylgdu honum síðasta spölinn og var röð mótórhjólanna mikilfengleg á Hringbrautinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni.

Jón lést í bifhjólaslysi hinn 7. júlí við Laugarvatnsveg. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Þeir sem vilja minnast hans og styðja við fjölskyldu hans geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni eiginkonu hans, Guðlaugar Óskar Ólafsdóttur.

Reikningur: 0511-14-047006
Kennitala: 180779-4699

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert