Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni um að hæðir 2-4 á Hverfisgötu 46 verði innréttaðar fyrir gististarfsemi.
Áformað er að innrétta farfuglaheimili fyrir alls 190 gesti í „lokrekkjueiningum“ eins og það er orðað í umsókninni.
Fyrirkomulagi gistingar er ekki nánar lýst í umsókninni en í orðabókinni segir að lokrekkja sé rúm sem loka má fyrir.
Umrætt hús hefur drabbast niður á undanförnum árum og stungið í stúf við næstu hús, en mikil uppbygging hefur verið á svæðinu á síðustu árum. Á jarðhæðinni var áður rekin veitingastarfsemi og síðast var þar sportbar.
Fram kemur í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa að samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 tilheyri lóðin og byggingin Hverfisgata 46 svokölluðum miðborgarkjarna og um lóðina gildi deiliskipulagið Brynjureitur, frá árinu 2003.
Meira í Morgunblaðinu í dag, laugardag.