Vilja innrétta íbúðir við Austurvöll

Núna eru reknir vinsælir veitingastaðir í húsunum tveimur, Enski barinn …
Núna eru reknir vinsælir veitingastaðir í húsunum tveimur, Enski barinn og Duck&Rose. mbl.is/sisi

Reitir fasteignafélag hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn um hvort breyta megi efri hæðum húsa á lóð 12-14 við Austurstræti í íbúðir samkvæmt uppdráttum THG arkitekta. Þær eru ætlaðar til langtímaleigu enda skammtímaleiga óheimil á svæðinu.

Alþingi hefur leigt hæðir í húsunum en starfsemin verður flutt í nýtt hús Alþingis við Vonarstræti síðar á þessu ári. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í fyrirspurnina en með skilyrðum.

Umrædd hús eru í hjarta Reykjavíkur, milli Austurstrætis og Austurvallar. Norðanmegin við húsin er mjög skjólsælt svæði og á sólríkum sumardögum er vinsælt að sitja þar utandyra og njóta veitinga.

Verkefnastjóri skipulagsfulltrúa bendir á í umsögn sinni að um sé að ræða verndaða götumynd og húsin séu ýmist friðuð eða umsagnarskyld.

Þurfi að leita til Minjastofnunar

Umsækjandi þarf því að leita til Minjastofnunar Íslands vegna breytinga sem lagðar eru til á húsunum. Fara þurfi varlega í allar breytingar og skal umsögn Minjastofnunar fylgja umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Verkefnastjórinn segir að í tillögunni séu sýndar 28 íbúðir, en aðeins tvær eru stærri en 70 fermetrar. Meðalstærð miðað við uppgefna íbúðarfermetra sé u.þ.b. 54 fermetrar.

Ekki er tekið undir að íbúðarstærðir séu fjölbreyttar, eins og fram kemur í fyrirspurn, heldur séu flestar mjög litlar.

Gefa þurfi upp hlutfallsskiptingu íbúða miðað við herbergjafjölda og sýna þannig fram á blöndun íbúðargerða. Skipulagsfulltrúi muni þá taka taka afstöðu til hennar og heildarfjölda íbúða í húsunum.

Meira um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka