Hraunið orðið stærra en það gamla

Eldgosið 20. júlí.
Eldgosið 20. júlí. mbl.is/Árni Sæberg

Hraunið við Litla-Hrút er nú orðið aðeins stærra en hraunið sem myndaðist í eldgosinu í Meradölum í ágúst. Mælingar staðfesta þó hægt minnkandi hraunrennsli. 

Þetta kemur fram á vef Jarðvísindastofnunar HÍ en á hádegi í gær voru teknar loftmyndir af nýja hrauninu. 

Hraunið er nú orðið 1,2 km2 og rúmmál þess 12,4 milljónir rúmmetra. Á síðustu fimm dögum var stækkun hraunsins einkum til austurs.

Kort/Jarðvísindastofnun HÍ

Í Meradölum hefur hraunjaðarinn færst fram um 200 m á síðustu fimm dögum. Framgangur hraunsins til suðurs er því nú mjög hægur,“ segir í færslunni. 

Í samanburði við gosið 2021 er magnið ennþá aðeins 8% af því sem þá kom upp á hálfu ári.  

Þessir fyrstu 13 dagar hafa verið mun kröftugri en var fyrstu vikur gossins 2021.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert