Lungnasjúkir bíða eftir rigningardegi

Áhrif gosmengunar á lungnasjúklinga eru helst þau að þeir finni …
Áhrif gosmengunar á lungnasjúklinga eru helst þau að þeir finni fyrir þyngslum við öndun og meiri mæði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Andrjes Guðmundsson, formaður Samtaka lungnasjúklinga, segir félagsmenn bíða eftir regni sem vonandi skoli burt gosmenguninni sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og víðar. Hann segist sjálfur hafa fundið fyrir áhrifum mengunarinnar, þrátt fyrir að vera staddur á Vestfjörðum, en mengunin hefur nú borist þangað.

Áhrif gosmengunar á lungnasjúklinga séu helst þau að þeir finni fyrir þyngslum við öndun og meiri mæði. Lungnasjúklingar hafi fylgt almennum tilmælum um að vera sem minnst utandyra og forðast hvers kyns áreynslu utanhúss. Þeir sem viðkvæmastir eru og hafa aðgang að súrefnisvél geti létt sér öndun með frekara súrefni.

Ólík svifryksmengun

Andrjes segir gosmengun eðlisólíka svifryksmengun en gjarnan kalla á sömu viðbrögð. Þegar svifryksmengun sé yfir borginni sjáist lungnasjúklingar ekki taka strætó. Það þykir ekki gott fyrir heilsuna að standa í strætóskýli við Miklubraut og bíða eftir vagni þegar ástandið er þannig.

Viðkvæmir finna fyrir mengun

Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélagsins, sagðist lítið hafa heyrt um vanlíðan hjá sínum félagsmönnum. Sjálf hafi hún búist við að finna fyrir áhrifum mengunarinnar en svo hafi þó ekki reynst. Hún hafi greint öðruvísi lykt utandyra en ekki fundið frekari áhrif. Fríða er mikill hlaupari og hélt sínu striki en hafði þó heyrt af öðrum sem ætluðu að fara sér hægar af ótta við gosmengun.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert