Fylgjast með gasmælingum

Líkur eru því á að gasmengunar verði vart á Suðurnesjum.
Líkur eru því á að gasmengunar verði vart á Suðurnesjum. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofan telur ólíklegt að mikil gasmengun frá gosinu muni mælast í dag. Líkur eru þó á því að gasmengunar verði vart á Suðurnesjum, en það verði að koma í ljós í kvöld.

Að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands er hægur vindur í dag, en seinni part dags er búist við því að vindur snúist í austanátt og verði ákveðnari, en þá muni gasmengun berast í norðvestur frá gosstöðvunum.

Veðurfræðingur Veðurstofunnar kveðst þó lítið geta gefið af fyrirmælum að svo stöddu og þangað til að gasmengun mælist yfirhöfuð. Það eina sem sé í raun hægt að gera að svo stöddu sé að fylgjast með gasmælingum.

Gönguleiðum lokað í kvöld

Opið er að gosstöðvunum í dag frá Suðurstrandarvegi. Gönguleiðum inn á svæðið verður lokað klukkan sex í kvöld, líkt og undanfarna daga.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gekk lokun vel í gær og voru engin óhöpp skráð. Flestir sýni því skilning að aðgangur inn á gossvæðið sé háður takmörkunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert