Landeigendur fari að sinna bílastæðunum

Björgunarsveitarkona vísar ökumanni veginn á bílastæðinu við eldgosið við Litla-Hrút.
Björgunarsveitarkona vísar ökumanni veginn á bílastæðinu við eldgosið við Litla-Hrút. mbl.is/Hákon

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitarfólk hafi þurft að sinna stjórnun á umferð á bílastæðum við gosstöðvarnar við Litla-Hrút til að koma í veg fyrir að umferðarteppa myndaðist. Segir hann tíma til kominn að landeigendur manni bílastæðin.

Björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna fjölbreyttum störfum við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga síðustu vikurnar. Bogi segir í samtali við Morgunblaðið að örtröð myndist við veginn þegar fjöldi bíla keyrir um bílastæðin. „Hvort sem við viljum vera í bílastæðagæslu eða ekki þá flýtir þetta fyrir. Þá þurfum við að stíga inn og beina þeim í næsta stæði. Annars myndi bara myndast bílaröð út á þjóðveginn,“ segir Bogi. „Ég held að landeigendur þurfi að fara að manna stæðin.“

Bætir hann við að það sé erfitt fyrir björgunarsveitir að manna vaktir, enda er um sjálfboðastarf að ræða og margir í fríi á þessum tíma árs. „Á endanum hörfum við. Björgunarsveitin er alltaf að minnka og minnka viðveru sína. Við erum auðvitað bara fólk eins og aðrir. Fólk er í sumarfríi og það er erfitt að manna allar vaktir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert