„Það er ekki búið að kjósa annan biskup“

Pétur Georg Markan biskupsritari segir að umboð Sr. Agnesar M. …
Pétur Georg Markan biskupsritari segir að umboð Sr. Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, sé skýrt. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, ákvað að framlengja ráðningartíma biskups um eitt ár frá 1. júlí 2022. Þjóðkirkjan gerði við Agnesi umdeildan ráðningarsamning samdægurs. Samsett mynd

Pét­ur Georg Mark­an bisk­ups­rit­ari seg­ir í sam­tali við mbl.is að umboð bisk­ups sé skýrt.

„Umboðið kem­ur með vígslunni þegar þjóðin í Þjóðkirkj­unni er búin að kjósa sér bisk­up. Það er hin guðfræðilega nálg­un á umboði bisk­ups. Það er ekki búið að kjósa ann­an bisk­up og þar til að það er gert er umboð bisk­ups ótví­rætt.“

Ekki vinnu­regla að upp­lýsa for­seta kirkjuþings

Bisk­up Íslands hef­ur nú þegar til­kynnt um starfs­lok á næsta ári og yfir­kjör­stjórn Þjóðkirkj­unn­ar hef­ur til­kynnt um kosn­ingu bisk­ups næsta vor. Gert er ráð fyr­ir bisk­ups­skipt­um síðla næsta sum­ars.

Pét­ur seg­ist ekki geta tjáð sig um ein­staka samn­inga sem gerðir eru við starfs­fólk. Hann seg­ir þó að eft­ir aðskilnað við ríkið hafi kerf­is­bundið verið farið í ráðning­ar­samn­inga­gerð þegar tími hef­ur verið kom­inn á starfs­menn sam­kvæmt vinnu­reglu Þjóðkirkj­unn­ar.

„Það á við í þessu til­felli eins og við alla aðra. Þetta er bara ráðning­ar­samn­ing­ur sem verður að vera til grund­vall­ar svo hægt sé að borga fólki laun. Þetta eru hlut­ir sem við höf­um verið að gera mörg­um sinn­um í mánuði með allt starfs­fólkið okk­ar frá því að þessi fasi hófst og það hef­ur ekki verið vinnu­regla hér að upp­lýsa for­seta kirkjuþings um slíkt.

Þarna er um að ræða mjög ein­fald­an ráðning­ar­samn­ing sem við ger­um við okk­ar starfs­fólk sem er al­gjör­lega eft­ir rútínu og reglu og samn­ing­ur­inn sem um ræðir gild­ir til þess tíma sem Agnes átti eft­ir þar til hún myndi láta af störf­um.“

Lög­fræðiálit frá lög­fræðingi Agnes­ar

Drífa Hjart­ar­dótt­ir, for­seti kirkjuþings, ákvað að fram­lengja ráðning­ar­tíma bisk­ups Íslands, Sr. Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur, um eitt ár frá 1. júlí 2022 þegar skip­un­ar­tími henn­ar var liðin en for­seti Íslands skipaði Agnesi í embætti til fimm ára frá 1. júlí 2012 og aft­ur til fimm ára í kjöl­farið til árs­ins 2022.

Þjóðkirkj­an gerði ráðning­ar­samn­ing til 28 mánaða við Sr. Agnesi sama dag og for­seti kirkjuþings ákvað að fram­lengja ráðning­ar­tím­ann. Ragn­hild­ur Ásgeirs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bisk­ups­stofu, skrifaði und­ir samn­ing­inn fyr­ir hönd Þjóðkirk­unn­ar en hún er und­irmaður bisk­ups.

Þjóðkirkj­an setti sér starfs­regl­ur um kosn­ingu bisk­ups Íslands og vígslu­bisk­upa sem tóku gildi 1. janú­ar 2022 í kjöl­far breyt­inga á lög­um um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóðkirkj­unn­ar. Starfs­regl­urn­ar kveða á um að kjör­tíma­bil bisk­ups skuli vera sex ár í senn.

Drífa seg­ir að til hafi staðið að bera upp mál á kirkjuþingi síðasta haust sem varðaði umboð bisk­ups en ekk­ert hafi orðið af því eft­ir að lög­fræðiálit barst frá lög­fræðingi Agnes­ar um að kjör­tíma­bil henn­ar hefði end­ur­nýj­ast 1. júlí 2022 og skuli telja til næstu sex ára líkt og starfs­regl­urn­ar gefa til kynna.

Nán­ar er rætt við Pét­ur Georg Mark­an bisk­ups­rit­ara í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka