Vita ekki um Íslendinga á skógareldasvæðunum

Erlendir ferðamenn hafa þurft að eyjurnar Ródos og Korfú vegna …
Erlendir ferðamenn hafa þurft að eyjurnar Ródos og Korfú vegna skógareldanna. AFP/Will Vassilopoulos

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur ekki vitneskju um Íslendinga á grísku eyjunum Ródos og Korfú þar sem skógareldar geisa nú.

Þetta segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við mbl.is.

Þá hefur borgaraþjónustan ekki heldur heyrt frá Íslendingum á Sikiley en skógareldar brutust út á Sikiley í nótt.

Slökkviliðsmenn að störfum á eyjunni Ródes.
Slökkviliðsmenn að störfum á eyjunni Ródes. AFP/Spyros Bakalis

Hvetja fólk til að láta vita af sér

„Við fylgjumst auðvitað grannt með og hvetjum fólk, hér eftir sem hingað til, að láta fólk heima vita af sér ef það er allt í lagi með það, en ef það þarf á aðstoð að halda þá ekki hika við að hafa samband við borgaraþjónustuna,“ segir Sveinn.

Hann hvetur Íslendinga á þessum svæðum til að fara eftir tilmælum yfirvalda og fylgjast vel með fréttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert