Alltaf sami sirkusinn við gosstöðvarnar

Bogi segir störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar hafa vel gengið frá …
Bogi segir störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar hafa vel gengið frá því í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitarfólk verður til taks á buggy-bílum við Meradalaleið í dag á meðan leiðin verður lokuð.

Mera­dala­leið að eld­gos­inu við Litla-Hrút verður lokuð fram til klukk­an eitt í dag þar sem nota þarf göngu­leiðina til að flytja tæki slökkviliðs sem berst nú við gróðurelda nærri gosstöðvun­um.

A og C leiðir eru þó báðar opnar. 

Dýrin glöð ef fóðruð rétt

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar hafa vel gengið frá því í gær.

„Þetta er alltaf sami sirkusinn, fóðra dýrin rétt, þá verða þau glöð,“ segir Bogi léttur í bragði.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert