Ekki öðrum til að dreifa

Pétur Georg Markan biskupsritari telur misskilning ríkja á stjórnskipan kirkjustjórnarinnar …
Pétur Georg Markan biskupsritari telur misskilning ríkja á stjórnskipan kirkjustjórnarinnar í umræðu um ráðningarsamning biskups Íslands, Sr. Agnesar M. Sigurðardóttur. Samsett mynd

Pét­ur Georg Mark­an bisk­ups­rit­ari tel­ur ákveðinn mis­skiln­ing ríkja á stjórn­skip­an kirkju­stjórn­ar­inn­ar.

„Staðreynd­in er sú að ekki var öðrum til að dreifa inn­an stjórn­sýslu kirkj­unn­ar til að standa að um­ræddri samn­ings­gerð.“

Pét­ur sendi frá sér skrif­lega yf­ir­lýs­ingu í fé­lagi við Ein­ar Huga Bjarna­son hæsta­rétt­ar­lög­mann í dag vegna frétta­flutn­ings af ráðning­ar­samn­ingi Sr. Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands, við þjóðkirkj­una og spurn­inga um umboð henn­ar til embætt­is bisk­ups.

Hvorki starfsmaður kirkjuþings né rekstr­ar­stofu

Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að í gagn­rýni í frétta­flutn­ingi á að fram­kvæmda­stjóri bisk­ups­stofu og und­irmaður bisk­ups hafi ritað und­ir ráðning­ar­samn­ing við bisk­up sjálfa fyr­ir hönd þjóðkirkj­unn­ar, fel­ist ákveðin mis­skiln­ing­ur á stjórn­skip­an kirkju­stjórn­ar­inn­ar.

„Staðreynd­in er sú að ekki var öðrum til að dreifa inn­an stjórn­sýslu kirkj­unn­ar til að standa að um­ræddri samn­ings­gerð. Í því sam­bandi er til þess að líta að bisk­up Íslands er ekki starfsmaður kirkjuþings né rekst­ar­stofu þjóðkirkj­unn­ar, sem heyr­ir und­ir kirkjuþing, og því kom ekki til álita að kirkjuþing eða fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­stofu hefðu aðkomu að samn­ings­gerðinni.

Til samn­ings­ins var því stofnað á grund­velli 2. mgr. 4. gr. starfs­reglna kirkjuþings nr. 56/​2021-2022 þar sem fram kem­ur að bisk­up Íslands ann­ist ráðning­ar­mál starfs­fólks þjóðkirkj­unn­ar. Líkt og tíðkast hef­ur um langa hríð í ráðning­ar­mál­um inn­an þjóðkirkj­unn­ar ritaði fram­kvæmda­stjóri bisk­ups­stofu und­ir samn­ing­inn fyr­ir hönd þjóðkirkj­unn­ar,“ eins og seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Tjá­ir sig ekki frek­ar meðan málið er til meðferðar hjá úr­sk­urðar­nefnd

Þannig tel­ur bisk­ups­rit­ari enga réttaró­vissu um stöðu bisk­ups Íslands. Þvert á móti hafi bisk­up fullt umboð til að sinna þeim verk­efn­um sem henni eru fal­in með lög­um og jafn­framt ákvörðun­ar­vald um ein­stök mál á grund­velli laga eða kirkju­hefðar, enda hafi ann­ar bisk­up yfir Íslandi ekki verið kos­inn.

Bisk­up Íslands mun ekki tjá sig frek­ar efn­is­lega um málið við fjöl­miðla meðan málið er til meðferðar hjá úr­sk­urðar­nefnd þjóðkirkj­unn­ar, eins og seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka