Hverjum á að trúa?

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður biskupsstofu, segir að löggjafinn hafi gert …
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður biskupsstofu, segir að löggjafinn hafi gert ráð fyrir því að ráðningarsamningar yrðu gerðir við starfsmenn Þjóðkirkjunnar þegar skipunartími þeirra rynni út. Biskup hafi verið einn þeirra starfsmanna. Samsett mynd

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður biskups Íslands, segir í samtali við mbl.is að löggjafinn hafi gert ráð fyrir því að ráðningarsamningar yrðu gerðir við starfsmenn Þjóðkirkjunnar þegar skipunartími þeirra rynni út. Biskup hafi verið einn þeirra starfsmanna.

Fjallað hefur verið um ráðningarsamning biskups við Þjóðkirkjuna í Morgunblaðinu og á mbl.is.

„Biskup hefur ekkert með það að gera“

„Grunnurinn í þessu er sá að löggjafinn batt þannig um hnútana að þegar skipunartíminn rynni út þá yrðu gerðir ráðningarsamningar við starfsmenn þjóðkirkjunnar og biskup var einn þeirra starfsmanna sem féll þar undir. Það er það sem var gert.“

Segir Einar að ekki löngu síðar hafi starfsreglur verið settar um biskupskjör.

„Biskup hefur ekkert með það að gera hvenær boðað verður til biskupskjörs, það er bara á forræði kjörnefndar og háð samþykki forsætisnefndar kirkjuþings. Meðan ekki hefur verið boðað til biskupskjörs og nýr biskup kjörinn þá auðvitað bara gildir þessi ráðningarsamningur.“

Framlenging að frumkvæði biskups

Mbl.is hefur undir höndum bréfaskriftir milli kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar og forsætisnefndar kirkjuþings varðandi þjónustutíma biskups Íslands.

Haft er eftir Önnu Mjöll Karlsdóttur formanni fyrir hönd kjörstjórnar í bréfinu að forsætisnefnd fallist á með biskupi að umboð biskups eða þjónustutími framlengist um eitt ár frá 1. júlí 2023 og vísar kjörstjórn til bréfs forsætisnefndar kirkjuþings þar um.

Það er óneitanlega athyglisvert miðað við orðalag í bréfinu að biskup hefur þá einmitt sjálf haft frumkvæði að framlengingu eigin þjónustutíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert