Loftgæði í Kópavogi mældust óholl klukkan átta í kvöld.
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands telur að mengunin tengist gosmóðu sem borist hefur frá eldgosinu við Litla-Hrút og til höfuðborgarsvæðisins.
Samkvæmt upplýsingum á síðu Umhverfisstofnunar loftgaedi.is, eiga viðkvæmir einstaklingar þá að dveljast innandyra og slökkva á loftræstingu. Þeir sem eru ekki viðkvæmir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma eiga að forðast áreynslu utandyra og reyna að anda eingöngu gegnum nef.
Þá er mælt með því að loka gluggum til að forðast of mikla innöndun mengunar.
Hægt er að fylgjast með stöðu loftgæða á síðu Umhverfisstofnunar loftgaedi.is