Segir ólöglega að farið

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Biskupinn yfir Íslandi, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, gegnir því embætti svo lengi sem ekki hefur verið kjörinn annar biskup í hennar stað. Það sé óumdeilt og skýrt. Þetta kemur fram í samtali við Pétur G. Markan biskupsritara Biskupsstofu í Morgunblaðinu í dag, en hann var spurður um ráðningarsamning sem framkvæmdastjóri Biskupsstofu gerði við biskup hinn 1. júlí á síðasta ári og greint var frá í Morgunblaðinu í gær.

Pétur vill að öðru leyti ekki tjá sig um ráðningarsamninginn en bendir á að með breytingum á lögum um þjóðkirkjuna hafi embættismenn eins og prestar orðið almennir launþegar. Gerðir hafi verið ráðningarsamningar við þá og slíkt hið sama gildi um biskup. Hann telur engan vafa leika á því að heimilt hafi verið að gera ráðningarsamning við biskup og segir að embættið styðjist við eigið lögfræðiálit þar um.

Eigi að síður virðist vera lagaleg óvissa í þessu máli. Þannig segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, að ólöglega hafi verið staðið að málum og er ekki einn um þá skoðun. Ekki sé hægt að framlengja skipunartíma biskups og síst af öllu af starfsmanni á Biskupsstofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert