Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál 32 ára gamallar trans konu, sem fyrr á árinu hætti trúnaðarstörfum hjá Samtökunum '78 eftir ásakanir um kynferðislega misnotkun gegn börnum.
Þetta staðfestir starfsmaður á kynferðisbrotadeildinni í samtali við mbl.is. Skjáskotum af skilaboðum konunnar til barna undir lögaldri hefur verið dreift víða á samskiptamiðlinum TikTok.
Málið er nýkomið á borð lögreglu og því ekki ljóst hvenær eða hvort ákæra verði gefin út, en lögreglu hefur borist fjöldi ábendinga vegna konunnar.
Konan er fráskilin og var á síðasta ári sagt upp störfum hjá Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði en skólastjóri skólans staðfesti við mbl.is þá að uppsögnin hafi ekki verið vegna ásakana.