„Óumdeilanlega umboðslaus“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Steindór R. Haraldsson, annar …
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Steindór R. Haraldsson, annar varaforseti kirkjuþings. Samsett mynd

Stein­dór R. Har­alds­son, ann­ar vara­for­seti kirkjuþings, seg­ir í sam­tali við mbl.is að bisk­up Íslands, sé óum­deil­an­lega umboðslaus og að það sé vegna ákv­arðana­fælni kjör­stjórn­ar þjóðkirkj­unn­ar.

Stein­dór hef­ur starfað inn­an kirkj­unn­ar í hálfa öld og setið í lög­gjaf­ar­nefnd kirkjuþings frá ár­inu 2010.

Kirkjuþing hefði getað breytt reglu­verk­inu

„Ég tel að bisk­up sé umboðslaus. Það hefði þurft að boða til kosn­inga,“ seg­ir hann.

Stein­dór seg­ir aðeins einn ann­an hátt hafa getað gengið en það er að kirkjuþing hefði breytt reglu­verk­inu, að minnsta kosti til bráðabirgða.

„Starfs­regl­ur um kosn­ingu bisk­ups og vígslu­bisk­upa eru lag­aí­gildi og það er ekki hægt að breyta lög­um nema kirkjuþing breyti þeim. Það get­ur eng­inn ann­ar gert það og það get­ur eng­inn einn maður ákv­arðað það að láta gera ráðning­ar­samn­ing við sig um að sitja áfram í þjón­ustu.

Ég tel reynd­ar álita­mál hvort bisk­up sé umboðslaus frá 1. júlí á síðasta ári eða 1. júlí í ár. Drífa Hjart­ar­dótt­ir var starf­andi for­seti þings­ins og hún taldi að uppi væri réttaró­vissa um þessi mál og beitti neyðarrétti til að fram­lengja þjón­ustu bisk­ups um eitt ár. Það var alla vega viðleitni til að leysa málið en sá neyðarrétt­ur geng­ur auðvitað ekki tvisvar. Þannig tel ég að það sé full­ljóst að kjör­tíma­bil bisk­ups rann út 30. júní á þessu ári.“

Það var eitt sinn leyfi­legt að keyra á 50

Það var einu sinni svo að sögn Stein­dórs að bisk­up réð því sjálf­ur hvenær hann lyki þjón­ustu.

„Bisk­up­inn er í þeim spor­um að hún ræður ekki leng­ur hvenær hún sit­ur í stóli bisk­ups Íslands. Það er búið að breyta lög­um og ákveða að bisk­up lúti ákveðnu kjör­tíma­bili og búið að ákveða að svo skuli vera.

Það var eitt sinn leyfi­legt að keyra á 50 kíló­metra hraða á klukku­stund inn­an bæj­ar­mark­anna hér á Skaga­strönd en ég þarf að sætta mig við að keyra á 30 kíló­metra hraða í dag þó það hafi verið leyfi­legt að keyra á 50 fyr­ir ein­hverj­um árum.“

Það þýðir ekk­ert að kenna öðrum um

Stein­dóri þykir ótækt að klína klúðrinu á ríkið og dóms­málaráðuneytið.

„Það þýðir ekk­ert að kenna öðrum um alla hluti. Þetta er bara nýr veru­leiki sem er jafn nýr fyr­ir ríkið og fyr­ir kirkj­una. Kirkj­an ber full­komna ábyrgð sjálf á sín­um gjörðum. Það var verið að breyta þjóðkirkju­lög­um til þess að kirkj­an fengi í hend­urn­ar alla þá stjórn­sýslu sem hún þarf til þess að geta sinnt sín­um mál­um.

Það er ekk­ert kirkjuþing starf­andi, það er ekki búið að kalla það sam­an. Það er ekki lög­legt fyrr en búið er að samþykkja kjör­bréf­in. Það er ekki búið að kjósa for­seta þings­ins og ekki for­sæt­is­nefnd­ina. Þetta er vegna þess að við erum að horfa upp á nýja hluti og það er ekk­ert meira rík­inu að kenna en okk­ur sjálf­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka