Slökkvistarf við gosstöðvarnar við Litla-Hrút gekk ágætlega í gær og stóð yfir fram á miðnætti. Áætlað er að slökkvistarf hefjist á ný klukkan tíu í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Maður slasaðist á fæti á gönguleið A í gær og aðstoða þurfti þreyttan ferðamann, að því er fram kemur í tilkynningunni.
Opið er að gosstöðvunum í dag og verður gönguleiðum lokað klukkan sex í kvöld.
Fram kemur að lokun svæðisins í gær hafi gengið vel.