Aldrei upplifað jafn mikinn kulda

„Við ætlum að koma Malaví á kortið,“ segja þeir Daud og Lackson, leikmenn malavísku knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer sem hafið hefur leik á Rey Cup. mbl.is festi fyrsta leik liðsins á filmu og ræddi við leikmenn og þjálfara er drengirnir báru sigur úr býtum gegn liðinu Reyni frá Sandgerði í fyrsta leik sínum á mótinu.

„Á opnunarhátíðinni í gær komu allir til okkar og tóku í höndina á okkur,“ segir Daud, en strákarnir bera Íslendingum vel söguna. Þeir segja Íslendinga sérstaklega hávaxna og kraftmikla á fótboltavellinum.  

Þátttaka liðsins á mótinu ásamt ferðinni til Íslands er styrkt af íslenskum fyrirtækjum auk þess sem fjáröflun var haldin til þess að fljúga liðinu til landsins. Margir drengjanna hafa alist upp við gífurlega fátækt og hafði enginn þeirra ferðast út fyrir Afríku áður en þeir héldu af stað á Rey Cup.

Æfðu með meistaraflokki

Þá æfðu tveir drengja hópsins, þeir Levie og Precious, með meistaraflokki Víkings á dögunum, en þeir taka ekki þátt í Rey Cup. 

Rey Cup er ætlað börn­um á aldr­in­um 14-16 ára, en þar sem Levie og Precious eru 17 og 18 ára fengu þeir að fara á æf­ingu með meist­ara­flokki Vík­ings, toppliði Bestu deild­ar­inn­ar.

Rey Cup stendur yfir í Laugardalnum dagana 26.-30. júlí og verður forvitnilegt að vita hvort bikarinn flakki heimsálfa á milli í ár.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert