Fólk óupplýst um rétt á aðgerðum

Hægar hefur gengið að stytta biðlistana en áætlað var.
Hægar hefur gengið að stytta biðlistana en áætlað var. mbl.is/Ásdís

Tvö einkarekin heilbrigðisfyrirtæki fá ekki aðgang að upplýsingum um það hverjir eru á opinberum biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Fyrirtækin, Klíníkin og Cosan, urðu hlutskörpust í útboði á aðgerðunum og skrifað var undir samninga við Sjúkratryggingar Íslands í byrjun apríl sl. Samningarnir gilda til loka ársins. Markmiðið var að stytta biðlista enda hafa þeir verið að lengjast og sjúklingar neyðst að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum, með ærnum kostnaði, einkum í Svíþjóð.

Hægar hefur gengið að stytta biðlistana en áætlað var, sérstaklega vegna þess að þeir sem þurfa á aðgerð að halda vita ekki að þeir eigi rétt á henni og þeir sem framkvæma aðgerðirnar fá ekki upplýsingar um það hverjir þurfa á aðgerð að halda. Fólk þarf því að bera sig sjálft eftir björginni en Sjúkratryggingar vöktu athygli á því í vikunni að lítill hluti fólksins hefði þegið boð um aðgerð sem voru send í gegnum Heilsuveru.

Biðin eftir aðgerð er löng þrátt fyrir átak heilbrigðisyfirvalda sem kynnt var með áberandi hætti. „Sjúklingar sem fá tilvísun á Landspítalanum á liðskiptaaðgerð fá bréf einhverjum vikum eftir að tilvísunin var send, þar sem er reiknað með sex til átta mánaða bið eftir viðtali. Þú ert ekki kominn á biðlista hjá viðkomandi stofnun fyrr en eftir viðtal hjá lækni,“segir Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Klíníkinni. Því má segja að til staðar séu biðlistar inn á biðlistana.

Hjálmar telur brotalöm vera á framkvæmd samningsins og að tækifæri til að útrýma biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum fljótt og vel séu vannýtt. Hann undrast þá stöðu sem upp er komin. Vel hefur þó gengið hjá Klíníkinni en það sem af er ári hefur fyrirtækið gert 107 liðskiptaaðgerðir sem falla undir samninginn sem gerður var við Sjúkratryggingar. Þá hafa um 200 aðgerðir verið gerðar til viðbótar á sjúklingum sem gáfust upp á biðinni og greiddu aðgerðina úr eigin vasa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert