Hvernig voru samskiptin?

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands en óvissa hefur …
Sr. Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands en óvissa hefur verið uppi um umboð hennar til embættis. Lögmaður biskups, Einar Hugi Bjarnason hrl, segir umboð hans ótvírætt. Drífa Hjartardóttir er forseti kirkjuþings og Anna Mjöll Karlsdóttir er formaður kjörstjórnar þjóðkirkjunnar. Samsett mynd

Ákveðin réttaró­vissa var uppi um þjón­ustu­tíma Sr. Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands, eft­ir 30. júní árið 2022 þegar seinna fimm ára kjör­tíma­bili henn­ar lauk.

Drífa Hjart­ar­dótt­ir, for­seti kirkjuþings, beitti neyðarrétti í sam­ráði við bisk­up og fram­lengdi þjón­ustu­tíma Agnes­ar um eitt ár. Hún staðfesti gjörðina með bréfi til bisk­ups dags. 29. júní 2022 þar sem hún túlk­ar reglu­verk þjóðkirkj­unn­ar með þeim hætti að bisk­up skuli gegna þjón­ustu til 30. júní 2023.

Þá seg­ist hún í bréf­inu munu beita sér fyr­ir því að for­sæt­is­nefnd sú sem kos­in yrði á næsta kirkjuþingi leggi fram þing­mál sem feli í sér að þingið ákv­arði um bisk­upsþjón­ustu þjóðkirkj­unn­ar frá og með 1. júlí 2023.

Í kjöl­farið hóf­ust bréfa­skrift­ir á milli stofn­ana þjóðkirkj­unn­ar. Mbl.is hef­ur bréf­in milli stofn­ana þjóðkirkj­unn­ar und­ir hönd­um.

Lögmaður bisk­ups hafn­ar túlk­un for­seta kirkjuþings

Ein­ar Hugi Bjarna­son hrl, lögmaður bisk­ups Íslands, hafnaði túlk­un for­seta kirkjuþings með bréfi til kirkjuþings dags. 21. októ­ber 2022. Sagði hann munn­leg­an ráðning­ar­samn­ing í gildi milli bisk­ups og þjóðkirkj­unn­ar frá 1. janú­ar 2020 eft­ir til­færslu bisk­ups sem emb­ætt­is­manns á veg­um rík­is­ins til þess að vera starfsmaður þjóðkirkj­unn­ar. Sagði lögmaður­inn að þar sem ekki hafi verið kveðið á um kjör­tíma­bil bisk­ups fyrr en með starfs­regl­um sem tóku gildi 1. janú­ar 2022 væri nær­tæk­ast að túlka kjör­tíma­bil bisk­ups til sex ára frá 1. janú­ar 2022 eða við samþykkt þeirra 28. mars 2022, en starfs­regl­urn­ar tóku gildi aft­ur­virkt.

Þannig sagði lögmaður­inn í bréf­inu að bisk­up hefði að óbreyttu rétt til að gegna embætt­inu í sex ár, þó að teknu til­liti til starfs­loka vegna ald­urs, eða fram til 31. des­em­ber 2028 eða til 27. mars sama ár. At­hygli vek­ur að þarna virðist um ein­hvern mis­brest á dag­setn­ing­um að ræða hjá lög­mann­in­um en hann á að sjálf­sögðu við 31. des­em­ber 2027.

Mun bisk­up láta af störf­um?

Kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar óskaði, með bréfi til for­sæt­is­nefnd­ar kirkjuþings dags. 1. fe­brú­ar 2023, eft­ir upp­lýs­ing­um um það hvort bisk­up muni láta af störf­um um mitt árið 2023 eða hvort fram­hald verði á þjón­ustu hans og hvenær ákvörðun þar um liggi end­an­lega fyr­ir vegna und­ir­bún­ings hugs­an­legra bisk­ups­kosn­inga.

Óskaði ekki um­fjöll­un­ar um þjón­ustu­tíma sinn

For­sæt­is­nefnd kirkjuþings svaraði bréf­um kjör­stjórn­ar og lög­manns bisk­ups með bréf­um dags. 28. fe­brú­ar. Þar vísaði nefnd­in til orða bisk­ups í ný­ársávarpi sínu um að bisk­up hygg­ist láta af embætti 1. júlí árið 2024. Seg­ir nefnd­in að bisk­up hafi „ekki óskað eft­ir því að for­sæt­is­nefnd leggi mál fyr­ir kirkjuþing 2022-2023 til um­fjöll­un­ar um þjón­ustu­tíma sinn“. Þannig myndi for­sæt­is­nefnd ekki leggja fram þing­mál hvað það varðar á kirkjuþingi. Sagði nefnd­in það lög­um sam­kvæmt vera í verka­hring kjör­stjórn­ar þjóðkirkj­unn­ar að ákveða næstu skref varðandi bisk­ups­kjör í ís­lensku þjó­kirkj­unni. Í bréfi sínu til lög­manns bisk­ups sagði nefnd­in að for­seti kirkjuþings hafi beitt fyr­ir sér neyðarrétti til að fram­lengja þjón­ustu­tíma bisk­ups um eitt ár frá 1. Júlí 2022.

Bisk­ups­kosn­ing­ar á næsta ári

Að lok­um til­kynnti kjör­stjórn þjóðkirkj­unn­ar for­sæt­is­nefnd kirkjuþings með bréfi dags. 15. mars 2023 að það sé ekki í valdi kjör­stjórn­ar að ákveða fram­leng­ingu á þjón­ustu­tíma bisk­ups eft­ir 30. júní 2023. Þá seg­ist kjör­stjórn ráða af svar­bréfi for­sæt­is­nefnd­ar að hún fall­ist á með bisk­upi að umboð þjón­ustu­tími hans fram­leng­ist um eitt ár til viðbót­ar. Þannig muni kjör­stjórn hefja und­ir­bún­ing að kosn­ingu bisk­ups Íslands ekki síðar en í árs­byrj­un 2024, að því til­skyldu að ekki verði gerðar at­huga­semd­ir við þau áform.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka