Kostnaður langt yfir áætlunum

Til stendur að halda áfram framkvæmdum í lok ágúst.
Til stendur að halda áfram framkvæmdum í lok ágúst. Ljósmynd/Ragnhildur Hjaltadóttir

Brátt eru tvö ár liðin frá því að Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna. Fljótlega var hafist handa við að safna fé til þess að hægt væri að reisa nýja kirkju, en framkvæmdir hafa farið nokkuð fram úr áætlunum og því enn ekki tekist að ljúka verkinu.

Að sögn Alfreðs Garðarsonar, sóknarnefndarformanns Miðgarðasóknar, hafa framkvæmdir farið talsvert fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. „Þetta er búið að vera miklu dýrara en við áttum von á. Kostnaðaráætlun sem gerð var í byrjun átti að vera hundrað milljónir, eða talað um 103 til 120. En það er nú þegar komið í þá tölu,“ segir hann.

Greinir hann frá því að framkvæmdir hafa verið stopp síðan um áramót þegar í ljós kom að kostnaður væri kominn fram úr áætlun. „Eins og flestir vita erum við búin að vera stopp síðan um áramót. Við förum af stað seinni partinn í ágúst og ætlum að gera skrúðhúsið og viðbygginguna við kirkjuna. Svo verður farið í stéttina og að lagfæra í kringum húsið,“ segir hann.

Um framhaldið segir Alfreð að haldið verði áfram að safna. „Þegar komið var í þessa upphæð sem við áttum þá ákváðum við að stöðva verkið. Við vildum ekkert fara í neina skuldavitleysu. Við ætluðum fyrst að reyna að gera þetta á einu ári, en þetta verður einhver ár að klárast,“ segir hann.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka