Ráðning sögð lögleysa

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það eru nýju lögin um þjóðkirkjuna sem gengu í gildi 1. júlí 2021 sem eiga við um ráðningu biskups og ef menn eru að byggja á eldri lögum, þá eru það rangar forsendur,“ segir Guðni Haraldsson hæstaréttarlögmaður.

Hann var spurður álits á skoðun Einars Huga Bjarnasonar hæstaréttarlögmanns, sem gætir hagsmuna sr. Agnesar M. Sigurðardóttur biskups í málum sem varða gildi ráðningar hennar til starfsins. Einar Hugi segir að ráðningarsamningurinn, sem gerður var við hana 1. júlí 2022, byggist á lögum 153/2019 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar o.fl., sem gildi tóku 1. janúar 2020.

„Með þeim lögum var breytt eldri lögum frá 1997, en þar var verið að breyta eðli starfsemi þjóðkirkjunnar í það form að þeir sem voru embættismenn urðu starfsmenn þaðan í frá. Þeir voru ekki lengur ríkisstarfsmenn heldur starfsmenn kirkjunnar sem er vinnuveitandinn,“ segir Guðni.

Í lögum um þjóðkirkjuna sem gildi tóku 1. júlí 2021 kemur m.a. fram að kirkjuþing hafi æðsta vald í málefnum kirkjunnar, þar á meðal fjárstjórnarvald. Einnig að biskup Íslands fari með yfirstjórn þjóðkirkjunnar eftir því sem kirkjuþing mæli nánar fyrir um. Um leið og þau lög tóku gildi féllu lögin frá 153/2019 og lög 78/1997 úr gildi. Því sé ekki hægt að byggja gildi ráðningarsamningsins við biskup á brottföllnum lögum, að mati Guðna. „Af þessu er ljóst að framkvæmdastjóri Biskupsstofu þarf að hafa umboð til að gera ráðningarsamning við biskup og auðvitað gilda ekki eldri lögin um þetta. Það er fásinna að lög sem eru úr gildi fallin geti gilt um þessa ráðningu. Þetta er umboðslaus ráðning, sýnist mér,“ segir Guðni Haraldsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert