Starfaði ekki með börnum innan Samtakanna

Samtökin '78 standa með þolendum kynferðisofbeldis.
Samtökin '78 standa með þolendum kynferðisofbeldis. Ljósmynd/Colourbox

Stjórn Samtakanna '78 hefur sent áréttingu til fjölmiðla vegna fréttaflutnings um rannsókn á transkonu, sem sökuð hefur verið um kynferðislega misnotkun á börnum, en greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglan hefði mál hennar til rannsóknar.

Í áréttingunni er tekið sérstaklega fram að viðkomandi sjálfboðaliði starfaði aldrei með börnum eða ungmennum innan Samtakanna '78 og að viðkomandi hafi hætt öllum sjálfboðastörfum fyrir samtökin um leið og þeim bárust ábendingar um ásakanirnar. Þá hefur viðkomandi ekki starfað á vettvangi Samtakanna '78 síðan þá.

Þá er vísað til yfirlýsingar stjórnar Samtakanna '78 frá því í nóvember á síðasta ári, en þar er m.a. sérstaklega tekið fram að Samtökin ’78 muni ávallt standa með þolendum kynferðisofbeldis og að mál af þessu tagi séu litin alvarlegum augum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert