Óttast klofning

Brynjar er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Brynjar er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. mbl.is/Arnþór

„Ég óttast að það geti gerst. Ég finn mikla undiröldu,“ segir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann óttist klofning í flokknum. Brynjar er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem hann ræðir stöðu Sjálfstæðisflokksins, samstarfið við Vinstri græn og stjórnmálin almennt.

„Mönnum finnst framámenn flokksins ekki tala nógu mikið fyrir stefnunni og stefnumálum sínum. Við erum í ríkisstjórnarsamstarfi og það kallar á málamiðlanir. Allir skilja það. Það breytir ekki því að forystan þarf að tala fyrir stefnumálum flokksins og berjast fyrir þeim. Mönnum finnst ekki að það sé gert og fara að hugsa: Hvað varð um gamla, góða flokkinn minn sem var ráðandi og kom þessari þjóð á lappirnar með hugmyndafræði sinni undir stjórn gamla Óla Thors og gamla Bjarna Ben?“ segir Brynjar.

Brynjar hefur miklar efasemdir um ríkisstjórnarsamstarfið og segir: „Ég horfi á minn flokk og spyr: Af hverju ætti fólk að kjósa ykkur eftir tvö ár ef þetta heldur svona áfram? Menn eru ekki að tala fyrir ákveðinni stefnu með neinum þunga, nema með örfáum undantekningum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert