Grjóthrun í Landmannalaugum vegna skjálftahrinu

Grjóthruns hefurorðið vart í Landmannalaugum.
Grjóthruns hefurorðið vart í Landmannalaugum. mbl.is/Bjarni Helgason

Grjóthruns hefur orðið vart í Landmannalaugum vegna jarðskjálftahrinu sem sem hófst í norðanverðri Torfajökulsöskju í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Eins og greint hefur verið frá mældist skjálfti af stærðinni 3,2 við Breiðöldu á Torfajökulssvæðinu klukkan 12.44.

Veðurstofa Íslands ráðleggur fólki á svæðinu að hafa varann á og biðlar til fólks að halda sig fjarri bröttum hlíðum.

Hrinur sem þessar eru vel þekktar á þessu svæði. Tilkynningar hafa borist um að jarðskjálftinn hafi fundist í Hrauneyjum, Landmannalaugum og fleiri stöðum á Fjallabaki nyrðra,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert