Örlagavaldur í lífi margra

Auri í sumarblíðunni við Silfurgötuna á Ísafirði.
Auri í sumarblíðunni við Silfurgötuna á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Á meðal þeirra sem tóku við Fálkaorðunni, eins og hún er yfirleitt kölluð, úr hendi forseta Íslands á Bessastöðum hinn 17. júní var Árný Aurangasri Hinriksson.

Fékk hún riddarakross fyrir störf í þágu ættleiddra barna og hefur aðstoðað um 35 Íslendinga sem leitað hafa uppruna síns í Srí Lanka.

Þórir Hinriksson og Auri en þau gengu í hjónaband á …
Þórir Hinriksson og Auri en þau gengu í hjónaband á Srí Lanka áður en þau fluttu saman til Íslands árið 1983. Árið 1977 höfðu þau eignast soninn Neil Shiran.

Hún flutti frá Srí Lanka til Ísafjarðar árið 1983 og þar er hún iðulega kölluð Auri. Hún flutti þá til Íslands með eiginmanni sínum Þóri Hinrikssyni en hann lést árið 2017. 

„Það var ekki meðvituð ákvörðun hjá mér að hella mér út í að leita að foreldrum ættleiddra barna á Íslandi. Fyrir þrjátíu árum kom fólk að máli við mig og bað mig um aðstoð við að leita að foreldrum dóttur þeirra sem þau höfðu ættleitt frá Srí Lanka. Smám saman vatt þetta upp á sig og málin urðu fleiri sem ég kom að. Til að byrja með var ég beðin um þetta af fólki sem hafði ættleitt börnin en síðar, þegar ættleitt börn uxu úr grasi, fóru þau sjálf að biðja mig um aðstoð þegar þau vildu vita meira um uppruna sinn,“ segir Auri í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins og bætir því við að með tímanum hafi fyrirspurnirnar sem hún fékk komið frá fleiri löndum. 

Auri lauk doktorsnámi frá Háskóla Íslands þegar hún var sjötug …
Auri lauk doktorsnámi frá Háskóla Íslands þegar hún var sjötug og er hér við útskriftina.

„Ég hef ekki getað sinnt öllum sem hafa leitað hafa til mín. Annars vegar tekur þetta mikinn tíma og hins vegar er þetta kostnaðarsamt. Ég reyndi þó að sinna nokkrum málum á ári en þegar ég hætti að vinna, og hafði lokið námi, tók ég að mér fleiri mál. Einnig spilar inn í að ég fór að eyða meiri tíma í Srí Lanka og verandi á staðnum þá náðist einnig meiri árangur. Ég hef gert þetta allt saman á eigin kostnað og auðvitað þarf maður að velta fyrir sér hversu miklum tíma og fjármunum maður eyðir í þetta.“

Viðtalið við Auri í heild sinni er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.  

Auri býr yfir mikilli orku og lætur til sín taka …
Auri býr yfir mikilli orku og lætur til sín taka þótt hún sé á níræðisaldri.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert