Skjálfti af stærðinni 3,2 mældist við Breiðöldu

Ljósmynd/Daníel Bergmann

Skjálfti af stærðinni 3,2 mældist við Breiðöldu á Torfajökulssvæðinu nú fyrir skömmu. 

„Skjálftinn er hluti af hrinu sem hófst á svæðinu í morgun, 30. júlí. Skjálftar eru vel þekktir á þessu svæði,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Í samtali við mbl.is segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að Veðurstofunni hafi ekki borist tilkynning um að skjálftinn hafi fundist.

„Við erum ekki búin að fá neina tilkynningu til okkar að hann hafi fundist en það er alveg líklegt að hann gæti hafa fundist í Landmannalaugum og þar í kring.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert