Bæði Jóni og séra Jóni geta orðið á mistök

„Það getur öllum orðið á mistök, bæði Jóni og séra …
„Það getur öllum orðið á mistök, bæði Jóni og séra Jóni,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Djáknafélags Íslands. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, gekkst við þeirri yf­ir­sjón að hafa gert sam­komu­lag við Agnesi rétt eftir kirkjuþings­kosn­ing­ar árið 2022. Stjórn Djáknafélagsins hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við biskup. Samsett mynd

Stjórn Djáknafélags Íslands hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, í kjölfar umræðu um umboð hennar og umdeildan ráðningarsamning.

Elísabet Gísladóttir, formaður Djáknafélagsins, segir í samtali við mbl.is að stjórnin hafi hist til að ræða þetta umdeilda mál. Segir hún marga félaga í Djáknafélaginu haft samband og knúið á um að félagið myndi lýsa yfir stuðningi við Agnesi.

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, gekkst við þeirri yf­ir­sjón að sinni hálfu að hafa gert sam­komu­lag við Agnesi rétt eft­ir kirkjuþings­kosn­ing­ar árið 2022, til að freista þess að leysa úr réttaró­vissu um umboð hennar til að gegna embætti bisk­ups Íslands.

„Það getur öllum orðið á mistök, bæði Jóni og séra Jóni. Þetta er náttúrulega óheppilegt en markast af því að það eru ákveðnar breytingar sem fara fram innan kirkjunnar þegar þetta fer frá ríkinu og yfir í stjórn kirkjuþings.

Fyrst kirkjuþing tók þetta ekki fyrir er ósköp eðlilegt að hún myndi framlengja sinni þjónustu. Við styðjum hana í því þar til kirkjuþing kemur aftur saman og fer þá fram á að næstu kosningar verði skipulagðar.“

Yfirlýsing Djáknafélags Íslands

„Vegna umræðu í fjölmiðlum á síðustu dögum vill stjórn Djáknafélags Íslands lýsa yfir stuðningi við Agnesi M. Sigurðardóttur til að gegna embætti biskups þar til kirkjuþing fer fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert