Birta myndir og myndskeið af meintum skemmdarverkum

Systurnar ákváðu að birta myndir af skemmdarverkunum.
Systurnar ákváðu að birta myndir af skemmdarverkunum. Samsett mynd

Þriðji þátturinn af hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki kom út í dag og ber nafnið Baráttan um túnin. Í þættinum fer Ása Skúladóttir ásamt systrum sínum tveimur yfir helstu skemmdarverk sem þær segja að hafi verið gerð á Lambeyrum í Dölum. 

Daði Einarsson, faðir Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, og bróðir hans Valdimar Einarsson eru sakaðir um að hafa staðið í stöðugum skemmdarverkum og þá sérstaklega á túnum Lambeyra.

Systurnar deildu myndum og myndskeiðum af skemmdarverkunum á Youtube.

Upprifjun málsins

Eins og áður hefur verið greint frá snýst málið um hatrammar ættardeilur vegna jarðarinnar Lambeyrar sem hafa staðið yfir frá árinu 2007 þegar afi systranna lést. Jörðin erfðist þá jafnt á milli átta systkina. 

Yfirlitsmynd frá systrunum um skemmdarverkin sem hafa verið unnin.
Yfirlitsmynd frá systrunum um skemmdarverkin sem hafa verið unnin. Ljósmynd/Lömbin þagna ekki

Faðir systr­anna, Skúli Ein­ars­son, keypti jörðina ásamt öðrum árið 2017 á upp­boði eft­ir að faðir Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, Daði Ein­ars­son, hafði keyrt rekst­ur jarðar­inn­ar í þrot að sögn systranna.

Í kjölfarið hafi verið framin síendurtekin skemmdarverk á jörðinni og hefur Ásmundur Einar meðal annars verið sakaður um innbrot.

Hljóp ofan í skurð til að stöðva gröfurnar

„Stærsta skemmd­ar­verkið var í raun þegar vatns­veit­an var eyðilögð og nú erum við að kæra það en þá neitaði lög­regl­an að koma. Síðan í skjóli næt­ur var ein­hvern tím­ann farið með plóg á tún og jörðin rif­in upp svo það eru yfir tutt­ugu hekt­ar­ar af land­inu sem eru ónot­hæf­ir,“ sagði Ása í samtali við mbl.is 19. júní en hér fyrir neðan má sjá myndskeið af skemmdarverkum á vatnsveitunni.

Ása segir að faðir hennar, Skúli Einarsson, hafi ítrekað hringt í lögregluna sem hafi neitað að koma. Greip hann þá til þess ráðs að standa ofan í skurðinum sem bræður hans höfðu grafið. Létu þeir þá svívirðingum rigna yfir Skúla samkvæmt því sem fram kemur í myndskeiðinu.

Fjölmörg skemmdarverkin talin upp í þættinum

Hægt er hlusta á þriðja þáttinn hér. Í þættinum fara systurnar yfir skemmdarverkin og rekja hvernig skemmdarverkin byrjuðu árið 2017.

Í þættinum telja þær fjölmörg skemmdarverk þar sem hefur verið keyrt yfir tún, klippt á girðingar og tún slegið í leyfisleysi. 

Þá er einnig farið yfir það þegar vatnsveita á jörðinni var eyðilögð með hjálp gröfu.

Þeir Daði og Valdimar koma með stóra gröfu sem við vitum ekki hvort þeir hafi réttindi á. Númerinu á gröfunni var flett upp og þá kom í ljós að hún var í eigu Arionbanka og skráð á Þverholt ehf., sem er eitt af mörgum félögum Daða sem hefur farið á hausinn. Þá byrja þeir að grafa upp túnin og markmiðið var að slíta upp vatnsveitu.

Stoppa vatnið þannig að það færi ekkert vatn á Nýju Lambeyrar, þetta var fyrsta helgin sem leigjendur voru í húsinu það sumar. Það er fátt sem þeir þola verr en þegar húsið er í leigu. Þeir finna ekki hvar leiðslan er og byrja að grafa á fullu. Faðir systranna heyrir af þessu, kemur og fer ofan í skurðinn. Faðirinn er djúpum skurðinum. Daði er á gröfunni og Valdimar til hliðar. Þeir töluðu mikið niður til pabba. Fólk sem sá myndskeiðið varð reitt,“ segir í tilkynningu systranna.

Ljósmynd/Lömbin þagna ekki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert