Ísland krefst ferðaheimildar

Handhafar vegabréfa frá 60 löndum þurfa heimildina.
Handhafar vegabréfa frá 60 löndum þurfa heimildina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handhafar vegabréfa sem eiga greiðan aðgang inn á Schengen-svæðið án vegabréfsáritunar munu á næsta ári þurfa að sækja um ferðaheimild í gegnum nýtt upplýsingakerfi Schengen-samstarfsins; ferðaupplýsinga- og ferðaheimildakerfið ETIAS. Einnig munu Rúmenía, Búlgaría og Kýpur taka þátt í kerfinu.

Þetta nýja kerfi er í eðli sínu ekki ólíkt því sem Íslendingar þekkja þegar sótt er um ESTA-heimild til að ferðast til Bandaríkjanna. Aðdragandinn að þessu er langur en undirbúningur hófst eftir árásina á tvíburaturnana í Bandaríkjunum árið 2001 og vísað er til aukinnar hættu á hryðjuverkum síðan þá.

Handhafar bandarískra vegabréfa verða fyrir barðinu á þessari breytingu en Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telja bæði að nýtt kerfi muni ekki hindra för bandarískra ferðamanna, sem eru fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi. Vísa þau bæði til þess að Bandaríkin séu sjálf með sína tegund af ferðaheimild og ekki virðist það stöðva ferðaþyrsta ferðamenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert