Íslenski örninn er tignarlegur en stofn hans er í uppsveiflu og hefur ekki verið sterkari í langan tíma. Talningu arnarunga sem senn taka flugið er nýlega lokið. Þessi örn tyllti sér um stund við Breiðafjörð.
Arnarstofninn hefur ekki verið stærri frá því undir lok 19. aldar en ernir á Íslandi hafa verið friðaðir frá 1914.
Fuglar eru helsta bráð arnanna og dæmi um að þeir grípi sér fiska, jafnvel lax þó svo að það sé ekki algengt. Örninn er tækifærissinni og étur það sem hann á auðveldast með að grípa hverju sinni.