Eldur í íbúð vegna rafhlaupahjóls

Hér má sjá mynd af rafhlaupahjólinu sem um ræðir sem …
Hér má sjá mynd af rafhlaupahjólinu sem um ræðir sem birt var á Facebook-síðu slökkviliðsins. Samsett mynd

Eld­ur kviknaði í íbúð á þriðju hæð fjöl­býl­is­húss í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur klukk­an hálf fimm í nótt. Íbúa var bjargað af svöl­um íbúðar­inn­ar.

Eld­ur­inn kviknaði út frá raf­hlaupa­hjóli sem var í hleðslu.

Þetta staðfest­ir Sig­ur­jón Hendriks­son, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Tölu­verður eld­ur og mik­ill reyk­ur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vett­vang. Greiðlega gekk að slökkva eld­inn og koma raf­hlaupa­hjól­inu út úr hús­inu.

Slökkviliðsmenn voru í um klukku­tíma að reykræsta íbúðina og stiga­gang, að sögn Sig­ur­jóns. Hann bæt­ir við að tölu­vert tjón hafi orðið á íbúðinni vegna brun­ans. Slökkvistörf­um er lokið á vett­vangi.

Íbú­inn var ekki flutt­ur á slysa­deild, að sögn Sig­ur­jóns, en fékk aðhlynn­ingu á vett­vangi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka