Fundu 160 kíló af hassi í skútu

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar mál þar sem lagt var hald á fíkniefni í skútu fyrir utan Reykjanes. Í því máli sitja enn þrír í gæsluvarðhaldi. 

„Vegna rannsóknarhagsmuna hefur hingað til ekki verið hægt að gefa upp upplýsingar um magn fíkniefnanna. Lögreglan getur nú upplýst að í skútunni var lagt hald á tæplega 160 kíló af hassi.  

Lögreglu grunar að hassið hafi verið flutt frá Danmörku og ætlaður áfangastaður hafi verið Grænland,“ segir lögreglan tilkynningu og segir enn fremur að hún muni ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert