Kalla ætti saman kirkjuþing

Þorgrímur Daníelsson, formaður prestafélags Íslands, telur að forseti kirkjuþings ætti …
Þorgrímur Daníelsson, formaður prestafélags Íslands, telur að forseti kirkjuþings ætti að kalla saman kirkjuþing vegna hugsanlegrar óvissu um þjónustutíma biskups. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorgrím­ur Daní­els­son, formaður presta­fé­lags Íslands, tel­ur að for­seti kirkjuþings ætti að kalla sam­an kirkjuþing og láta það setja starfs­regl­ur sem eyða þeirri óvissu sem kann að vera varðandi þjón­ustu­tíma bisk­ups Íslands.

Stjórn Presta­fé­lags­ins lýsti yfir stuðningi við sr. Agnesi á föstu­dag með stuðningi mik­ils meiri­hluta starf­andi presta.

Að minnsta kosti 111 prest­ar, lang­flest­ir enn starf­andi, hafa lýst yfir stuðningi við álykt­un Presta­fé­lags­ins. Starf­andi prest­ar eru tæp­lega 130 tals­ins.

Kirkj­an komi sér upp stjórn­ar­skrá

Þorgrím­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að í sín­um huga sé það ákaf­lega nauðsyn­legt að kirkj­an komi sér upp stjórn­ar­skrá. Ein­hverj­um grunn­lög­um sem búið er að hugsa í góðan tíma og ekki hægt að breyta með af­brigðum á ein­um degi á kirkjuþingi.

„Þetta mál er skóla­bók­ar­dæmi um hvað get­ur gerst þegar ekki er til staðar reglu­verk sem er hreint. Ég held að kirkjuþing hafi gefið sér of stutt­an tíma til að fara yfir reglu­verkið og breyta því eft­ir að ríkið lagði niður megnið af reglu­verk­inu um kirkj­una,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að gömlu þjóðkirkju­lög­in hafi í raun virkað sem stjórn­ar­skrá kirkj­unn­ar og það sem kirkjuþing gat ekki breytt.

Breyt­ing­ar á reglu­verk­inu seg­ir Þorgrím­ur að hafi oft og tíðum verið illa ígrundaðar sem hef­ur leitt til alls kon­ar óvissu í ýms­um reglu­mál­um inn­an kirkj­unn­ar. Það hafi verið mjög vont fyr­ir kirkj­una.

„Að tala er silf­ur. Að þegja er gull“

Hann seg­ir það hafa verið góða ákvörðun hjá bisk­upi að tjá sig ekki um málið í fjöl­miðlum.

„Þú kann­ast kannski við það fornkveðna: Að tala er silf­ur. Að þegja er gull. Ég tel að Agnes hafi gert al­veg rétt í því að láta ekki draga sig út í umræðuna um þetta mál.“

Spurður út í ráðning­ar­samn­ing­inn um­deilda og þá leynd sem hvíldi yfir hon­um seg­ist Þorgrím­ur alls ekk­ert viss um að hann hafi verið eitt­hvað leynd­ar­mál.

„Ég hef vitað af hon­um í þó nokk­urn tíma. Fyrst ég vissi af hon­um, sem ekki hef lagt mig sér­stak­lega fram að fylgj­ast með þess­um mál­um, þá hljóta all­ir á kirkjuþingi að hafa vitað af hon­um.

Þá hef ég hef hvergi séð því haldið fram með trú­verðugum hætti að Agnes hafi hegðað sér með óheiðarleg­um hætti eða gert eitt­hvað vís­vit­andi rangt í þessu máli,“ seg­ir formaður­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka