Lagaleg óvissa um kjörið

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Næsta skref kjör­stjórn­ar er að fara yfir og bregðast við þessu bréfi Drífu sem hún send­ir per­sónu­lega, en ekki fyr­ir hönd kirkjuþings eða for­sæt­is­nefnd­ar þess,“ seg­ir Anna Mjöll Karls­dótt­ir, formaður kjör­stjórn­ar kirkjuþings þjóðkirkj­unn­ar. Hún var spurð um yf­ir­lýs­ingu Drífu Hjart­ar­dótt­ur for­seta kirkjuþings, þar sem hún gengst við mis­tök­um við fram­leng­ingu starfs­tíma sr. Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur bisk­ups Íslands.

Anna Mjöll seg­ir að kjör­stjórn­in sé ekki far­in að skoða málið, enda hafi verið ráðgert að bisk­ups­kosn­ing­ar færu fram í mars 2024 og að und­ir­bún­ing­ur þeirra myndi hefjast í árs­byrj­un 2024. Hún kvaðst engu geta svarað um mögu­lega flýt­ingu kosn­ing­anna.

Hver tek­ur ákvörðun um bisk­ups­skipti, ef af þeim verður?

„Ég get ekki svarað því. Þarna er ákveðin laga­leg óvissa, en kjör­stjórn­in lít­ur ekki þannig á að hún ákveði það, held­ur beri henni að fara af stað með und­ir­bún­ing kosn­inga þegar það ligg­ur fyr­ir að bisk­up er að hætta. Kjör­stjórn­in er sjálf­stæð í sín­um störf­um og þegar hún ákveður dag­setn­ingu kosn­inga þá send­ir hún til­kynn­ingu um það til for­sæt­is­nefnd­ar kirkjuþings sem samþykk­ir eða hafn­ar. Það er ljóst að kirkjuþing er æðsta stjórn­vald kirkj­unn­ar,“ seg­ir Anna Mjöll.

Hvað ger­ist ef nýr bisk­up er kos­inn og sá sem fyr­ir er neit­ar að víkja? Kjör­stjórn kirkj­unn­ar lít­ur svo á að starfs­tími bisk­up renni út 30. júní 2024, en bisk­up er með skrif­leg­an ráðning­ar­samn­ing við und­ir­mann sinn um að hann sé ráðinn til 31. októ­ber 2024.

„Það er ekki kjör­stjórn­ar að ákveða hvenær bisk­ups­skipti verða. Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum ætti það að liggja fyr­ir og hlut­verk kjör­stjórn­ar þá að hefja und­ir­bún­ing þannig að niðurstaða liggi fyr­ir tím­an­lega,“ seg­ir Anna Mjöll.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka