150 skjálftar hafa mælst á gossvæðinu

Hraunútbreiðsla við Litla-Hrút.
Hraunútbreiðsla við Litla-Hrút. Kort/Veðurstofa Íslands

Á einni viku frá 26. júlí til 2. ágúst hafa um 150 skjálftar mælst á gosumbrotasvæðinu.

Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá Veðurstofunni. Mest er virknin í og við Keili og á norðurenda kvikugangsins.

Goslok eftir nokkra daga eða vikur

Stærsti skjálftinn mældist 2,1 af stærð of var sá í vesturhlíð Keilis. Lítið mælist um skjálfta á gossvæðinu sjálfu en nokkuð norðaustan við umbrotasvæðið. Eru slíkir skjálftar kallaðir gikkskjálftar en þeir verða vegna aflögunar sem kvikugangurinn veldur.

GPS mælingar virðast sýna merki um hjöðnun frá upptakasvæði kviku á miklu dýpi. Veðurstofan tekur undir þá skoðun að gosinu muni ljúka á næstunni, en getur ekki ráðið hvort það sé talið í dögum eða vikum enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert