Arðsemi enn undir meðaltali EES

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði á hluthafafundi bankans arðsemismarkmið …
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka sagði á hluthafafundi bankans arðsemismarkmið hans þykja tiltölulega hóflegt.

Arðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins nam 12,1% á fyrsta fjórðungi ársins 2023 sem er nokkuð undir meðalarðsemi bankakerfa innan evrópska efnahagssvæðisins á fjórðungnum sem nam 14,7%. Þetta kemur fram í gögnum evrópska bankaeftirlitsins, en Ísland er þar í 19. sæti af 30 Evrópulöndum yfir arðsemi bankakerfa.

Meðal arðsemi bankakerfa ríkja innan Evrópusambandsins eða evrópska efnahagssvæðisins var …
Meðal arðsemi bankakerfa ríkja innan Evrópusambandsins eða evrópska efnahagssvæðisins var 14,7% í fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Ársbreyting vísitölu neysluverðs í fjórðungnum mældist 11,9% samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands og nam raunarðsemi íslenska bankakerfisins því um 0,2% í fjórðungnum.

Arðsemi stóru íslensku bankanna þriggja, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka, á fyrri árshelmingi 2023 nam að meðaltali um 12,2% á meðan meðalarðsemi sex stærstu banka Norðurlandanna nam um 16,5%.

Ársbreyting vísitölu neysluverðs á fyrstu sex mánuðum ársins nam 11,3% samkvæmt gögnum Hagstofunnar og nam raunarðsemi bankanna þriggja því um 0,9% á fyrri árshelmingi.

Undir arðsemiskröfu Bankasýslunnar

Arðsemiskrafa Bankasýslu ríkisins er 5% yfir vöxtum Seðlabanka Íslands á viðskiptareikningum innlánsstofnana en á fyrsta fjórðungi nam hún 11,17% og á fyrri árshelmingi 11,95%. Arðsemi eigin fjár Íslandsbanka nam 11,4% á fyrri árshelmingi og arðsemi Landsbankans 10,3% á sama tíma. Arðsemi þeirra hefur því það sem af er ári verið nokkuð undir arðsemiskröfu Bankasýslunnar.

Nán­ari um­fjöll­un um málið er að finna í ViðskiptaMogganum í dag

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert