Gæslan með viðbragð í Eyjum og á Akureyri

Þyrla Gæslunnar í Vestmannaeyjum.
Þyrla Gæslunnar í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Addi í London

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verður staðsett í Vestmannaeyjum og á Akureyri um verslunarmannahelgina og mun annast útköll þaðan í von um styttri viðbragðstíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þyrlurnar verða því gerðar út frá Akureyrarflugvelli og Vestmannaeyjaflugvelli en þeim var flogið þangað í dag ásamt áhöfnum. 

Flest útköll sumarsins hafa verið á Suðurlandi – þykir því mikilvægt að hafa þyrluáhöfn til taks á svæðinu og hentar því Vestmannaeyjaflugvöllur vel, einkum og sér í lagi þar sem búist er við fjölda gesta í Eyjum um helgina. Áhöfn þyrlunnar verður í Vestmannaeyjum til sunnudags. 

Vona að sjálfsögðu að ekki komi til útkalla

Áhöfnin hinnar þyrlunnar kemur einnig til með að annast umferðareftirlit í samstarfi við lögregluna á Norðurlandi eystra um helgina ásamt því að vera til taks á Akureyri til morguns.

Landhelgisgæslan vonar að sjálfsögðu að ekki komi til þess að þyrlurnar verði kallaðar út, að því er segir í tilkynningu, en með staðsetningu þyrlanna, hvora á sínum enda landsins mun viðbragðstími styttast á þeim stöðum sem gert er ráð fyrir að flestir verði á ferli, komi til útkalls.

Þyrla Gæslunnar í Vestmannaeyjum.
Þyrla Gæslunnar í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Addi í London
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert