Gosórói farið lækkandi og gosop orðið mjög lítið

Eldgos hófst við Litla Hrút á Reykjanesskaga 10. júlí. Margt …
Eldgos hófst við Litla Hrút á Reykjanesskaga 10. júlí. Margt bendir til þess að goslok séu í nánd. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Gosóróinn hefur farið lækkandi í nótt en hann hefur verið mjög jafn og stöðugur megnið af gosinu og gosopið er orðið mjög lítið.“

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Ekki alveg búið

Er komið að goslokum?

„Það er voða erfitt að segja en það sést voða lítið ofan í gíginn sjálfan vegna reyks. Það sést skvettast aðeins upp úr honum við og við, þannig að ég held að þetta sé nú ekki alveg búið en þetta virðist fara hratt hjaðnandi,“ segir Salóme.

„Það sem Þorvaldur hefur verið að segja um að það gæti lokast fyrir og gosið gæti haldið áfram neðanjarðar eða þetta klárist bara gæti vel staðist, að mati náttúrvársérfræðinga Veðurstofu Íslands.“

Getur alltaf komið ný vending

Salóme segir þó að svo geti náttúrulega alltaf komið ný vending í málið.

„Hlutirnir geta breyst á annan hátt, til dæmis að það komi ný sprunga eða eitthvað í þá áttina en fasinn núna er að þetta er að hjaðna.“

Gosopið er smám saman að dragast saman.
Gosopið er smám saman að dragast saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það er mikið farið að storkna í gígjaðrinum og margt …
Það er mikið farið að storkna í gígjaðrinum og margt bendir til þess að goslok séu í nánd. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert