Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manni vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.
Biður lögregla hann vinsamlega að hafa samband við sig í síma 444-1000. Þekki einhver til mannsins, eða viti hvar hann er að finna, er viðkomandi beðinn um að hringja í lögregluna.
Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.