Rannsaka enn manndráp á Lúx

Manndrápið varð á skemmistaðnum Lúx við Austurstræti.
Manndrápið varð á skemmistaðnum Lúx við Austurstræti. mbl.is/Ari

Manndráp sem varð á skemmtistaðnum Lúx við Austurstræti í lok júnímánaðar er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðakrufningarskýrsla liggur fyrir í málinu en ekki er hægt að segja til um áhrif hennar á rannsókn málsins að svo stöddu.

Sakborningur ekki í varðhaldi

Lögregla hefur hingað til talið sig hafa skýra mynd af atburðarás sem leiddi til andlát manns sem þar varð eftir að átök brutust út.

Sakborningi var sleppt úr gæsluvarðhaldi um mánaðamót júní- og júlímánaðar þar sem skilyrði laga um meðferð sakamála, sem lúta að gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, voru ekki talin vera til staðar. 

Hinn látni var á þrítugsaldri og frá Litháen en hinn grunaði er einnig á þrítugsaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert